Framhugsun ehf er framsækið ráðgjafafyrirtæki sem starfar að verkefnum sem snúa að stefnumótun, breytingastjórnun, verkefnastjórnun og ráðgjöf fyrir fyrirtæki, félög og samtök.
​
Markmið Framhugsunar er að hjálpa viðskiptavinum að skapa sér árangursríka framtíð og ný tækifæri. Framhugsun veitir aðstoð við að skilja aðstæður, móta framtíðarsýn, skýra óvissuþætti og stuðla að aðlögunarhæfni.
​
Framhugsun byggir lausnir sínar á framsýni í hugsun, nýsköpun og innleiðingu sjálfbærra lausna, með það að markmiði þannig treysta samkeppnisforskot og rekstrargrundvöll til framtíðar.
​
STEFNUMÓTUN
Hvað ertu að gera - hvert viltu fara?
Skýr stefna skipulagsheildar byggð á markmiðum, framtíðarsýn og tilgangi hennar er lykilatriði til árangurs.
Skýr framtíðarsýn hefur áhrif á hæfni til þess að grípa mikilvæg tækifæri sem annars gætu farið forgörðum. Ávinningurinn er mikill af því að geta mætt kröfum framtíðarinnar.
​
BREYTINGASTJÓRNUN
Taktu skrefið áfram!
Við veitum ráðgjöf og aðstoðum við undirbúning breytinga, greiningu bestu leiða og innleiðingu. Við leggjum ríka áherslu á gott samstarf og þátttöku hagsmunaaðila í ferlinu og mikilvægi eftirfylgni við það að festa nýjar leiðir í sessi.
VERKEFNASTJÓRNUN
Viltu koma hlutum í verk?
Við tökum að okkur að stýra stærri eða minni verkefnum. Við sinnum verkefnum af fjölbreyttum toga, s.s. á sviði vöruþróunar, verklegra framkvæmda, á sviði iðnaðar og framleiðslu, varðandi breytingu þjónstuframboði eða á sviði nýsköpunar.
RÁÐGJÖF
Við erum hér fyrir þig!
Við veitum ráðgjöf varðandi vöruþróun og þjónstuframboð. Við tökum að okkur framkvæmd hönnunarspretta (e. Design Sprint) með það að markmiði að draga fram fjölbreytta þekkingu og reynslu hópa til að leysa áskoranir og skapa nýjar lausnir sem skila árangri.
​

Friðrik Már Sigurðsson
framkvæmdastjóri / verkefnastjóri
Friðrik hefur lokið MPM-námi, Master of Project Management, frá Háskólanum í Reykjavík og er vottaður IPMA verkefnastjóri af Verkefnastjórnunarfélagi Íslands. Friðrik hefur fjölbreyttan bakgrunn og reynslu m.a. hvað varðar eigin rekstur, sjálfstæð vinnubrögð, leiða störf nefnda, ákvarðanatöku, framkvæmd kynninga, miðlun upplýsinga og skipulag verkefnavinnu.
​

Hafa samband
8997222
Framhugsun ehf.
kt. 421020-0350
Lækjamóti
531 Hvammstangi
framhugsun
framhugsun



